Tré og málun er rótgróið fyrirtæki sem stofnað var árið 2006 af Kristjáni Má Arnarsyni málarameistar. Við tökum að okkur allt sem heitir smíðavinna, múrvinna og málningarvinna, erum þaulvanir í þak- og gluggaviðgerðum og lögum allt sem tengist almennu viðhaldi fasteigna.
Við vinnum bæði inni og úti
Málningarvinna
Við tökum að okkur að mála allt frá einbýlishúsum til fjölbýlishúsa, hvort sem um er að ræða stiga, stigaganga, innan- eða utaná, ofan eða neðan. Ekkert er of stórt eða lítið fyrir okkur, hvort sem það eru slétt eða brött þök. Ef þú ert óákveðin í litavali, þá hjálpum við þér með ánægju að finna rétta litatóna fyrir verkefnið!
Smíðavinna
Við tökum að okkur alla smíði, viðgerðir og viðhaldsvinnu. Við lagfærum hurðir og glugga, setjum upp póstkassa og endurheimtum gamlan eða skemmdan við. Hvort sem um er að ræða stórt eða lítið verkefni, þá gerum við allt til að viðhalda og bæta tréverkið þitt!
Almennt viðhald fasteigna
Við múrum, lagfærum sprungur, skiptum um glugga og gler, endurnýjum rennur og niðurföll, og sjáum um þakviðgerðir og festingar. Við sérhæfum okkur einnig í að greina og fjarlægja myglusvepp. Engin þraut er of stór fyrir okkur þegar kemur að því að halda heimilinu þínu í toppstandi!
Við notum bestu efnin
Hjá Tré & málun notum við eingöngu bestu viðurkenndu efnin í verkin, enda er það hagkvæmast fyrir alla þegar upp er staðið.
60% endurgreiðsla á virðisaukaskatti
Viðhaldseftirlit
Þegar viðhaldi er frestað þá verður vandinn oftast bara stærri og kostnaðarsamari. Með reglulegu eftirliti og góðu viðhaldi má forðast óvæntar og dýrar uppákomur. Við bjóðum upp á eftirlit með fasteigninni og komum með ábendingar þegar þú þarft að fara huga að viðhaldi.