Um okkur

Víðtæk reynsla í viðhaldi fasteigna

Tré og málun er rótgróið fyrirtæki sem stofnað var árið 2006 af Kristjáni Má Arnarsyni málarameistar. Við tökum að okkur allt sem heitir smíðavinna, múrvinna og málningarvinna, erum þaulvanir í þak- og gluggaviðgerðum og lögum allt sem tengist almennu viðhaldi fasteigna.

Verkefni

Við vinnum bæði inni og úti

Málningarvinna

Við málum einbýli og fjölbýli, stiga og stigaganga, innan og utaná, ofan og neðaná. Við málum öll þök, slétt eða brött, og aðstoðum við litaval sé þess óskað.

Smíðavinna

Við tökum að okkur alla smíða-, viðgerðar- og viðhaldsvinnu. Við gerum við hurðar og glugga, setjum upp póstkassa og lögum allt gamalt eða ónýtt tréverk.

Almennt viðhald fasteigna

Við múrum, gerum við sprungur, skiptum um glugga og gler, endurnýjum rennur og niðurföll, festum og lögum þök. Við greinum líka og fjarlægjum myglusvepp.

Við notum bestu efnin

Hjá Tré & málun notum við eingöngu bestu viðurkenndu efnin í verkin, enda er það hagkvæmast fyrir alla þegar upp er staðið.

60% endurgreiðsla á virðisaukaskatti

Viðhaldseftirlit

Þegar viðhaldi er frestað þá verður vandinn oftast bara stærri og kostnaðarsamari. Með reglulegu eftirliti og góðu viðhaldi má forðast óvæntar og dýrar uppákomur. Við bjóðum upp á eftirlit með fasteigninni og komum með ábendingar þegar þú þarft að fara huga að viðhaldi.

Tré og málun

Verkin okkar

Tré og málun ehf.
Laufás 3
210 Garðabæ

Sími

Kt. 530606-0150 – Vsk númer: 90844