Fagmennska, snyrtimennska og heiðarleiki

Fyrsta flokks smíða- og málningarþjónusta

Við málum einbýli og fjölbýli, stiga og stigaganga, innan og utaná, ofan og neðaná. Einnig málum við og lögum öll þök, slétt eða brött. 

Við tökum að okkur alla smíða-, viðgerðar- og viðhaldsvinnu bæði inni og úti. Við málum allt sem þarf að mála, smíðum og bætum næstum allt sem þér getur dottið í hug varðandi viðhald á húsum.

Við erum sérfræðingar í þakviðgerðum og endurnýjum einnig rennur og niðurföll. Við erum þaulvanir stórum verkum en þó er ekkert verk of lítið fyrir okkur.

Ef þú þarft að láta múra, mála, steypa, gera við spurngur, skipta um glugga og gler eða láta lagfæra gamalt eða ónýtt tréverk þá ert þú á réttum stað. Við gerum þetta allt.

Við veljum alltaf bestu viðurkenndu efnin í öll okkar verk því þegar upp er staðið er það hagkvæmast fyrir alla og endingin á verkinu verður mun betri. 

Hafðu samband og fáðu okkar álit á því hvað þarf til að klára verkið. Við gerum tilboð í öll verkefni, þér að kostnaðarlausu.

Málarameistarafélag Reykjavíkur

Tré og málun ehf. er aðili að Málameistarafélagi Reykjavíkur. Aðild að félaginu veitir viðskiptavinum rétt til að leita til þess ef ágreiningur rís vegna verka sem félagsmenn vinna.

Helstu viðskiptavinir

  • Húseigendur
  • Húsfélög
  • Sumarhúsaeigendur
  • Fyrirtæki
  • Stofnanir

Við leggjum mikla áherslu á:

  • Fagmennsku
  • Snyrtimennsku
  • Heiðarleika
  • Gott upplýsingaflæði milli verkkaupa og verktaka

Tré og málun ehf.
Laufás 3
210 Garðabæ

Sími

Kt. 530606-0150 – Vsk númer: 90844